fim 20.jan 2022
Afríkukeppnin í dag - Meistararnir verða að vinna Fílabeinsströndina
Fílbeinsstrendingurinn Wilfried Zaha.
Alsíringar eru ríkjandi meistarar.
Mynd: EPA

Það ræðst í kvöld hvaða lið verða í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar.

Kamerún, Búrkína Fasó og Grænhöfðaeyjar eru búin að tryggja sér sæti úr A-riðli. Senegal, Gínea og Malaví úr B-riðli eru einnig með öruggt sæti í 16-liða úrslitin.

Í C-riðli eru Morokkó og Gabon búin að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit en Kómoreyjar þurfa að treysta á að Sierra Leone tapi gegn Miðbaugs Gíneu í kvöld. Nígería og Egyptaland eru komin áfram úr D-riðlinum.

E og F riðlar klárast í kvöld en þar getur allt gerst. Í E-riðli mætast Fílabeinsströndin og ríkjandi meistarar Alsír. Meistararnir í Alsír verða að vinna leikinn. Í F-riðli er það bara Máritanía sem á ekki möguleika.

AFRICA NATIONS CUP: Group E
16:00 Síerra Leóne - Miðbaugs Gínea
16:00 Fílabeinsströndin - Alsír

Staðan:
1. Fílabeinsströndin 4 stig (+1 í markatölu)
2. Miðbaugs Gínea 3 stig (0)
3. Síerra Leóne 2 stig (0)
4. Alsír 1 stig (-1)

AFRICA NATIONS CUP: Group F
19:00 Gambía - Túnis
19:00 Malí - Máritanía

Staðan:
1. Gambía 4 stig (+1)
2. Malí 4 stig (+1)
3. Túnis 3 stig (+3)
4. Máritanía 0 Stig (-5)