fös 21.jan 2022
[email protected]
Spánn: Betis sjö stigum á undan Atletico Madrid
Espanyol 1 - 4 Betis 1-0 Raul De Tomas ('14 )
1-1 Borja Iglesias ('31 , víti)
1-2 Guido Rodriguez ('36 )
1-3 Borja Iglesias ('53 )
1-4 Willian Jose ('76 )
Rautt spjald: Raul De Tomas, Espanyol ('81)
Espanyol 1 - 4 Betis 1-0 Raul De Tomas ('14 )
1-1 Borja Iglesias ('31 , víti)
1-2 Guido Rodriguez ('36 )
1-3 Borja Iglesias ('53 )
1-4 Willian Jose ('76 )
Rautt spjald: Raul De Tomas, Espanyol ('81)?
Real Betis ætlar sér alvöru hluti í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið er í þriðja sæti deildarinnar eftir 22 leiki.
Betis hefur komið mörgum á óvart á tímabilinu en liðið spilaði við Espanyol á útivelli í kvöld í skemmtilegum föstudagsleik.
Betis vann leikinn í kvöld með fjórum mörkum gegn einu og er nú aðeins fimm stigum á eftir Sevilla sem er í öðru sætinu.
Það var Espanyol sem komst yfir með marki Raul De Tomas en Betis svaraði með fjórum mörkum í kjölfarið.
Þeir grænklæddu eru í frábærri stöðu þegar kemur að Meistaradeildarsæti og eru sjö stigum á undan Atletico Madrid og Real Sociedad sem eru í fjórða og fimmta sæti.
|