lau 22.jan 2022
[email protected]
Oscar staðfestir viðræður við Barcelona
 |
Oscar árið 2015. |
Oscar, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur staðfest það að Barcelona hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir.
Oscar lék lengi vel með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en hefur spilað í kínversku Ofurdeildinni undanfarin fjögur ár.
Um er að ræða þrítugan leikmann sem spilar með Shanghai Port í Kína en hann var fyrir það í fimm ár hjá Chelsea.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og gæti Oscar reynst ódýr kostur þó hann sé samningsbundinn til 2024.
„Barcelona setti sig í samband við umboðsmanninn minn til að komast að því hvort þetta væri möguleiki," sagði Oscar.
„Það eru viðræður í gangi og það er skoðað hvort þetta sé mögulegt. Það er einnig vesen með að skrá leikmenn svo ég þyrfti að ræða við mitt félag um að hleypa mér burt."
|