lau 22.jan 2022
Reykjavíkurmót kvenna: Valur skoraði ellefu
Fram 0 - 11 Valur
0-1 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('6)
0-2 Ída Marín Hermannsdóttir ('9)
0-3 Ída Marín Hermannsdóttir ('14)
0-4 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('40)
0-5 Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir ('41)
0-6 Sjálfsmark ('45)
0-7 Eva Stefánsdóttir ('49)
0-8 Eva Stefánsdóttir ('54)
0-9 Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('69)
0-10 Elín Metta Jensen ('81)
0-11 Bryndís Arna Níelsdóttir ('88)

Fram tók á móti feykisterku meistaraliði Vals í annarri umferð Reykjavíkurmótsins.

Íslandsmeistararnir gerðu sér lítið fyrir og skoruðu ellefu mörk gegn Framörum eftir að hafa skorað tólf mörk gegn KR í fyrstu umferð.

Ída Marín Hermannsdóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir og Eva Stefánsdóttir settu tvennu hver. Elín Metta Jensen, Bryndís Arna Níelsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir komust einnig á blað.

Fram er án stiga eftir að hafa tapað gegn KR í fyrstu umferð.