miđ 26.jan 2022
Viggó skorađi tvö í síđasta fótboltaleik sínum 2014: Ákvađ ađ byrja aftur í handboltanum
Viggó međ landsliđinu á EM í Ungverjalandi.
Í spilaranum hér ađ ofan má sjá gamalt viđtal viđ Seltirninginn Viggó Kristjánsson, landsliđsmann í handbolta, sem tekiđ var eftir hans síđasta fótboltaleik á ferlinum 2014.

Viggó var tvítugur og tók ţá ákvörđun ađ einbeita sér ađ handboltanum. Hann er núna atvinnumađur međ Stuttgart í Ţýskalandi og er í eldlínunni međ íslenska handboltalandsliđinu sem hefur veriđ ađ gera frábćra hluti á EM ţrátt fyrir erfiđar ađstćđur.

Viggó skorađi tvö mörk fyrir uppeldisfélag sitt Gróttu gegn Aftureldingu í 2. deildinni í fótbolta í 4-1 sigri ţann 13. september. Ţađ reyndist hans síđasti fótboltaleikur.

„Ég tók ákvörđun ađ byrja aftur í handboltanum og fyrsti leikur ţar er eftir viku. Ég get loksins fariđ ađ sleppa einhverjum fótboltaleikjum," sagđi Viggó sem hjálpađi Gróttu ađ komast upp um deild ţetta tímabil. Skorađi ellefu mörk í tuttugu leikjum.

Ţess má geta ađ Gunnar Birgisson, sem er einn af lýsendum RÚV frá leikjum Evrópumótsins, tók viđtaliđ fyrir Fótbolta.net 2014.

Viggó, sem er í dag 28 ára, var á sínum tíma mikiđ efni bćđi í fótbolta og handbolta. Hann byrjađi ungur ađ spila fyrir meistaraflokk Gróttu og lék átta leiki fyrir yngri landsliđ Íslands í fótbolta. Um tíma hćtti hann í handboltanum og lék eitt tímabil í efstu deild í fótboltanum. 2013 lék hann tólf leiki fyrir Breiđablik í Pepsi deildinni.

Viggó verđur í eldlínunni međ handboltalandsliđinu sem mćtir Svartfjallalandi klukkan 14:30 en íslenska liđiđ vonast til ađ komast í undanúrslit Evrópumótsins.