mið 26.jan 2022
Úlfarnir kaupa Hwang alfarið (Staðfest)
Hwang Hee-chan.
Búið er að ganga frá kaupum Wolves á Hwang Hee-chan frá RB Leipzig. Úlfarnir nýttu sér samkomulag um að geta keypt Suður-kóreska landsliðsmanninn.

Þegar Hwang kom til Wolves á lánssamningi í ágúst þá gerðu félögin samkomulag um að enska félagið gæti keypt hann fyrir um 12 milljónir punda.

Hwang hefur nú samþykkt fjögurra ára saming við Wolves.

Hann er 25 ára gamall sóknarmaður og hefur skorað fjögur mörk í fjórtán úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu.

Úlfarnir eru sem stendur í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.