miđ 26.jan 2022
Fiorentina fćr Cabral fyrst Vlahovic er á förum
Arthur Cabral fagnar marki međ Basel.
Fiorentina er ađ kaupa sóknarmanninn Arthur Cabral frá Basel fyrir um 16 milljónir evra. Sky Sport Italia segir ađ ítalska félagiđ sé búiđ ađ ná samkomulagi viđ ţađ svissneska.

Cabral hefur skorađ fjórtán mörk í átján leikjum í svissnesku deildinni á ţessu tímabili og 27 í 31 leik í öllum keppnum.

Cabral, sem er 23 ára Brasilíumađur, hefur ţegar kvatt liđsfélaga sína í Basel og mun skrifa undir samning til 2027 á Artemio Franchi leikvangnum.

Fiorentina hefur ţegar fengiđ Krzysztof Piatek lánađan frá Hertha Berlín međ ákvćđi um framtíđarkaup. Pólski landsliđsmađurinn skorađi í sínum fyrsta leik fyrir Fiorentina, í bikarleiknum gegn Napoli.

Cabral og Piatek eiga ađ fylla skarđ Dusan Vlahovic sem er á leiđ til Juventus fyrir um 75 milljónir evra.