mið 26.jan 2022
[email protected]
Færanýting Messi arfaslök - 1 mark í 44 tilraunum
 |
Lionel Messi |
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er að eiga erfiða byrjun í frönsku deildinni með Paris Saint-Germain en hann er með næst slökustu færanýtinguna í fimm stærstu deildum Evrópu.
PSG fékk Messi á frjálsri sölu frá Barcelona síðasta sumar. Hann hefur staðið sig vel í Meistaradeildinni og er með fimm mörk í fimm leikjum en það hefur þó ekki gengið jafnvel í deildinni.
Hann er aðeins með 1 mark úr 44 tilraunum undir stjórn Mauricio Pochettino á leiktíðinni.
Joao Cancelo, leikmaður Manchester City, er sá eini sem er með slakari færanýtingu en hann er með 1 mark úr 46 tilraunum.
Messi lagði upp í 4-0 sigri PSG á Reims á dögunum en skellti sér svo til Spánar í afmæli Xavi.
|