miđ 26.jan 2022
Fótbolti.net mótiđ B-deild: Öruggt hjá Grindavík - Hvađa liđ fer í úrslit?
Aron Jóhannsson skorađi tvívegis fyrir Grindavík
Árborg lagđi KFR
Mynd: Raggi Óla

Grindavík 3 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Aron Jóhannsson ('35 )
2-0 Aron Jóhannsson ('39 )
3-0 Viktor Guđberg Hauksson ('82 )

Grindavík situr nú á toppnum í riđli 2 í B-deild Fótbolta.net mótsins eftir 3-0 sigur á Víkingi Ó. í Skessunni í kvöld.

Aron Jóhannsson skorađi tvívegis fyrir Grindavík í fyrri hálfleik. Fyrst á 35. mínútu og svo aftur fjórum mínútum síđar.

Viktor Guđberg Hauksson gerđi svo ţriđja markiđ ţegar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Ţessi úrslit ţýđa ţađ ađ Grindavík er á toppnum í riđlinum međ 6 stig og á KV ekki lengur möguleika á ađ komast í úrslitaleikinn. Grindavík mćtir hins vegar Aftureldingu á laugardag og ţarf Afturelding ađ vinna ţann leik međ ađ minnsta kosti tveggja marka mun til ađ komast í úrslitaleikinn.

C-deildin:

KFR 2 - 4 Árborg
Markaskorarar hjá Árborg: Sindri Ţór Arnarson 2, Birkir Pétursson og Gísli Rúnar Magnússon.

Árborg vann fyrsta leik sinn í riđli 2 í C-deildinni, 4-2, gegn KFR en Sindri Ţór Arnarson, sem er fćddur áriđ 2004, skorađi tvö fyrir Árborg og ţá komust ţeir Gísli Rúnar Magnússon og Birkir Pétursson einnig á blađ.

Nćsti leikur Árborgar er gegn Kára á föstudag á međan KFR mćtir Haukum á laugardag.