fim 27.jan 2022
[email protected]
Derby fær mánuð til að sýna fram á að félagið geti klárað tímabilið
 |
Frá Pride Park, heimavelli Derby. |
Derby County hefur fengið mánuð til að sýna fram á hvernig félagið á að geta fjármagnað það sem eftir er af tímabilinu. Derby vonast til þess að fá inn nýja eigendur og hefur tíma þar til í byrjun mars.
Derby hefur verið í greiðslustöðvun síðan í september og alls er búið að draga 21 stig af liðinu. Það er í fallsæti í Championship-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti.
Mikil fjárhagsvandræði eru í gangi hjá félaginu og þá eru Middlesbrough og Wycombe í málaferlum og sækjast eftir skaðabótagreiðslum.
Derby hélt Middlesbrough út úr umspili Championship-deildarinnar 2019 og hélt sér uppi á kostnað Wycombe á síðasta tímabili eftir að hafa brotið reglur deildarinnar.
Wayne Rooney er stjóri Derby.
|