fim 27.jan 2022
Atli Barkar til SönderjyskE (Stađfest)
Atli Barkarson er genginn í rađir danska félagsins SönderjyskE, félagiđ hefur tilkynnt ţađ á samfélagsmiđlum sínum. Danska félagiđ kaupir hann af Víkingi ţar sem hann hefur spilađ síđustu tvö tímabil.

Atli skrifar undir samning sem gildir fram á sumariđ 2026. Hann er tvítugur vinstri bakvörđur sem varđi Íslands- og bikarmeistari međ Víkingi í fyrra.

Hann spilađi sinn fyrsta A-landsleik á dögunum og hann á einnig ađ baki ríflega 30 leiki fyrir yngri landsliđin.

Atli er uppalinn hjá Völsungi og fór 16 ára til Norwich. Hann lék međ Fredrikstad seinni hluta ársins 2019 og samdi svo viđ Víking snemma árs 2020.

„Atli er hćfileikaríkur varnarmađur sem viđ búumst viđ mikiđ af og ţess vegna buđum viđ honum langan samning. Hann fékk gott fótboltauppeldi á Englandi og tók út ţroska ţar. Hann byrjađi sinn feril á Íslandi vel, núna er hann kominn til okkar og ég er viss um ađ hann geti tekiđ skref fram á viđ," sagđi Esben Hansen, yfirmađur íţróttamála SönderjyskE.

„Međ ţví ađ fá inn Atla ţá styrkjum viđ varnarleikinn, hann getur leyst nokkrar stöđur en er ađallega vinstri bakvörđur. Hann hefur mikla trú á verkefninu í SönderjyskE og viđ erum spenntir ađ fylgjast međ honum ţróast sem leikmađur í ljósbláu treyjunni," bćtti Hansen viđ.

Atli er níundi Íslendingurinn í sögunni til ađ semja viđ SönderjyskE. Hann verđur liđsfélagi Kristófers Inga Kristinssonar sem gekk í rađir félagsins síđasta sumar.