fim 27.jan 2022
Amad Diallo á leið frá Man Utd til Rangers á láni
Amad Diallo er á leið til Rangers í Glasgow á lánssamningi út tímabilið. Fabrizio Romano segir frá því að Manchester United hafi gert samkomulag við Rangers.

Ralf Rangnick gaf grænt á að leikmaðurinn yrði lánaður en ekki er nein klásúla um möguleika á kaupum.

Amad Diallo er nítján ára gamall Fílabeinsstrendingur sem kom frá Atalanta á síðasta ári.

Hann hefur afskaplega lítið spilað með United á tímabilinu en var þó í byrjunarliðinu í Meistaradeildarleiknum gegn Young Boys fyrir áramót.