fim 27.jan 2022
Jói Kalli stýrir ÍA í síðasta sinn í kvöld
Fótbolta.net mótinu lýkur í kvöld en nú kl 18:30 hófst leikur Leiknis gegn ÍA um þriðja sætið. Kl 19 hefst síðan úrslitaleikurinn milli Stjörnunnar og Breiðabliks.

Jóhannes Karl Guðjónsson kveður ÍA í kvöld en hann hefur tekið við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara Íslands. Hann verður á hliðarlínunni í kvöld og mun stýra sínum síðasta leik hjá ÍA.

Leiknir var í öðru sæti í A-riðli á eftir Breiðablik en ÍA í öðru sæti B-riðils á eftir Stjörnunni.

Jóhannes Karl tók við ÍA árið 2018 þegar liðið var í næst efstu deild og kom þeim upp í efstu deild á fyrsta tímabili. Honum tókst á ævintýralegan hátt að halda liðinu uppi í efstu deild á síðustu leiktíð eftir sigur í lokaumferðinni.

Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks verður í beinni textalýsingu hér en það verður einnig fylgst með gangi mála í leik Leiknis og ÍA.