mán 25.apr 2022
Ungstirnin - Úrslitaleikur, spennandi leikmenn og ungir í Bestu
37. þátturinn af Ungstirnunum er mættur.

Hitað er upp fyrir úrslitaleik Salzburg vs Benfica sem fer fram Í DAG og er sýndur á Stöð 2 Sport 2 klukkan 16:00 og hvetjum við alla til þess að horfa.

Danilo (2001 / Palmeiras) sem var orðaður við Arsenal í janúar og Vinicius Tobias sem var keyptur til RM frá Shaktar út af því sem gengur á í Úkraínu ( 2004/R. Madrid) eru kynntir fyrir þjóðinni.
Rætt er um Football Manager þar sem að Lorenzo Lucca er besti leikmaðurinn í leiknum

Farið er yfir ungu leikmenn Bestu Deildarinnar sem og margt margt fleira.

Lofum góðum gestum í næsta þætti en eins og alltaf takk fyrir að hlusta og sýna stuðning.