fös 06.maí 2022
[email protected]
Njarðvík fær Úlf Ágúst frá FH (Staðfest)
Njarðvík er búið að kynna nýjan leikmann sem mun leika fyrir liðið á lánssamningi frá FH sem gildir út tímabilið.
Úlfur Ágúst Björnsson, fæddur 2003, er genginn í raðir Njarðvíkinga og er afar fjölhæfur leikmaður. Úlfur hefur tvívegis verið í leikmannahópi hjá FH í Bestu deildinni á upphafi tímabils og einu sinni fengið að spreyta sig. Úlfur, sem lék einn U19 landsleik á síðasta ári, lék á láni hjá ÍH í 3. deildinni í fyrra og mun nú reyna fyrir sér í 2. deild. „Við bjóðum Úlf hjartanlega velkominn til Njarðvíkur og þökkum um leið FH-ingum fyrir að lána okkur efnilegan leikmann. Áfram Njarðvík! 💚" segir í færslu Njarðvíkur.
|