lau 07.maí 2022
Byrjunarlið Keflavíkur og ÍBV: Ivan Kaliuzhnyi byrjar hjá Keflavík
Ivan Kaliuzhnyi
Það er nóg um að vera í Bestu deild karla þegar fjórir leikir fara fram. Í Keflavík taka heimamenn á móti lærisveinum Hermanns Hreiðarssonar í ÍBV. Búast má við hörkuleik þar sem stigalausir Keflvíkingar freista þess að sækja sín fyrstu stig í mótinu.

Beinar textalýsingar:
14:00 ÍA - Breiðablik
16:00 Keflavík - ÍBV
16:15 KR - KA
16:15 Stjarnan - Fram

Heimamenn í Keflavík gera eina breytingu á liði sínu frá tapinu gegn KA á dögunum. Ivan Kaliuzhnyi Úkraínumaðurinn sem gekk til liðs við Keflavík á dögunum er kominn með leikheimild og byrjar á kostnað Adams Árna Róbertssonar sem sest á bekkinn.

ÍBV heldur sig við sama lið og gegn Leikni sem sótti þeirra fyrsta stig í síðustu umferð.

Byrjunarlið Keflavíkur
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
17. Ivan Kaliuzhnyi
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka
28. Ingimundur Aron Guðnason
77. Patrik Johannesen

Byrjunarlið ÍBV
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
10. Guðjón Pétur Lýðsson
19. Breki Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
99. Andri Rúnar Bjarnason