lau 07.maí 2022
[email protected]
Byrjunarlið Brighton og Manchester United: Óbreytt hjá Rangnick
 |
Cristiano Ronaldo og Juan Mata eru báðir í byrjunarliðinu |
Byrjunarlið Brighton og Manchester United eru komin í hús en liðin mætast kl 16:30.
Graham Potter gerir eina breytingu á liði Brighton sem vann Wolves í síðustu umferð 3-0. Enock Mwepu er ekki í hópnum en Pascal Gross kemur inn í liðið í hans stað. Yves Bissouma spilar sinn hundraðasta leik í byrjunarliði Brighton. Rangnick heldur liðinu óbreyttu sem vann Brentford 3-0 í síðustu umferð. Juan Mata er áfram í byrjunarliðinu. Þá eru Harry Maguire og Aaron Wan Bissaka komnir aftur á bekkinn. Brighton: Sanchez, Veltman, Dunk, Cucurella, March, Bissouma, Caicedo, Trossard, Gross, Mac Allister, Welbeck. Man Utd: De Gea, Dalot, Lindelof, Varane, Telles, McTominay, Matic, Fernandes, Mata, Elanga, Ronaldo
|