lau 07.maí 2022
[email protected]
Spánn: Bilbao nýtti ekki tækifærið - Lífsnauðsynlegt hjá Granada
 |
Jorge Molina í búningi Getafe, skoraði tvö fyrir Granda í dag. |
Tveir leikir fóru fram í spænsku deildinni í dag.
Athletic Bilbao fékk tækifæri á því að minnka bilið á Real Sociedad sem situr í 6. sæti sem gefur sæti í Evrópudeildinni. Sociedad tapaði gegn Levante 2-1 í gær og Athletic gat þá með sigri í dag minnkað bilið í tvö stig. Það tókst ekki en leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Mallorca og Granada áttust við í fallbaráttuslag en það var boðið uppá markaveislu. Eftir hálftíma leik var staðan 3-2 fyrir Granada en liðið skoraði síðan þrjú mörk síðustu 20 mínúturnar og unnu að lokum 5-2. Granada er því tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Mallorca er hinsvegar í sætinu fyrir ofan fallsæti en með jafnmörg stig og Cadiz sem er sæti neðar en Cadiz á einnig leik til góða. Athletic 0 - 0 Valencia Rautt spjald: Hugo Guillamon, Valencia ('90) Mallorca 2 - 6 Granada CF 0-1 Luis Suarez ('6 ) 1-1 Salva Sevilla ('28 ) 1-2 Sergio Escudero ('46 ) 1-3 Antonio Puertas ('55 ) 2-3 Antonio Raillo ('58 ) 2-4 Jorge Molina ('69 ) 2-5 Myrto Uzuni ('78 ) 2-6 Jorge Molina ('90 ) Levante 2-1 Real Sociedad (Í gær) 1-0 J. Mramon ('53 ) 1-1 D. Silva ('66 ) 2-1 G. Melero ('90 )
|