lau 07.maí 2022
2. deild: Ţróttur steinlá fyrir Njarđvík - Gaui Ţórđar sá rautt
Marc McAusland skorađi í stórsigri Njarđvíkinga
Jordian Farahani gerđi tvö mörk fyrir ÍR
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Guđjón Ţórđarson sá rautt í Ólafsvík
Mynd: Raggi Óla

Fyrsta umferđ 2. deildar karla hófst í dag međ fimm leikjum og var heldur betur fjör ţar. Njarđvík skellti Ţrótturum 4-0 á međan Völsung lagđi Víking Ólafsvík, 3-1, ţar sem Guđjón Ţórđarson, ţjálfari Víkings, fékk ađ líta rauđa spjaldiđ.

ÍR-ingar unnu góđan 3-0 heimasigur á Hetti/Hugin. Jordian Farahani skorađi tvívegis fyrir ÍR-inga og ţá komst Jorgen Pettersen einnig á blađ.

Njarđvík fór ansi illa međ Ţrótt Reykjavík er liđin mćttust á Eimskipsvelli en Njarđvíkingar unnu ţar 4-0 sigur. Liđiđ var tveimur mörkum yfir í hálfleiks ţökk sé Marc McAusland og Oumar Diouck en ţeir Magnús Ţórir Matthíasson og Úlfur Ágúst Björnsson gulltryggđu sigurinn á síđustu tuttugu mínútunum.

KFA og KF gerđu ţá 2-2 jafntefli fyrir austan en heimamenn náđu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik áđur en KF kom til baka í ţeim síđari. Ţorvaldur Dađi Jónsson gerđi jöfnunarmark KF undir lok leiksins.

Ćgir lagđi Magna 1-0 á Grenivík og ţá vann Völsungur liđ Víkings Ólafsvíkur, 3-1. Guđjón Ţórđarson, ţjálfari Víkings, var sendur upp í stúku ţegar lítiđ var eftir af leiknum.

Úrslit og markaskorarar:

ÍR 3 - 0 Höttur/Huginn
1-0 Jordian Farahani ('24 )
2-0 Jorgen Pettersen ('39 )
3-0 Jordian Farahani ('90 )

Ţróttur R. 0 - 4 Njarđvík
0-1 Marc McAusland ('10 )
0-2 Oumar Diouck ('26 )
0-3 Magnús Ţórir Matthíasson ('70 )
0-4 Úlfur Ágúst Björnsson ('77 )

KFA 2 - 2 KF
1-0 Mykolas Krasnovskis ('56 )
2-0 Inigo Albizuri Arruti ('62 )
2-1 Julio Cesar Fernandes ('72, víti )
2-2 Ţorvaldur Dađi Jónsson ('90 )

Magni 0 - 1 Ćgir
0-1 Markaskorara vantar ('40 )

Víkingur Ó. 1 - 3 Völsungur
0-1 Santiago Feuillassier Abalo ('1 )
0-2 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('19 )
1-2 Mikael Rafn Helgason ('33 )
1-3 Ólafur Jóhann Steingrímsson ('75 )