lau 07.maí 2022
Þorri Mar: KR hleypir þessu oft í loftköst

Þorri Mar Þórisson leikmaður KA spilaði vel í 0-0 jafntefli gegn KR í dag. Þorri hefur byrjað tímabilið vel og hefur algjörlega einkað sér hægri bavkarðarstöðuna.

Þorri kom í viðtal eftir leik og hafði þetta að segja.



„Miðað við hvernig leikurinn þróaðist þá er ég bara nokkuð sáttur með stig á erfiðum útivelli"

Hvernig finnst þér frammistaða þín verið í byrjun móts?

„Ég er bara þokkalega sáttur með hana, við erum búnir að halda hreinu í 3 af 4 leikjum bara svona solid frammistaða finnst mér og eitt mark."

10 stig eftir 4 leiki þetta gæti næstum því ekki verið betra.

„ Já auðvitað vill maður alltaf meira en þetta er ekki slæmt og eins og ég segi miðað við hvernig þetta þróaðist í þessum leik erum við bara mjög sáttir við að halda hreinu og klára leikinn 60 mínútur einum færri."

Það var mikill hiti í leiknum hvernig fór það í þig?

„Þetta verður alltaf einhver svona loftköst KR hleypir þessu oft í loftköst. Ég veit það ekki en dómarinn fannst mér bara gera fínt með því að spjalda til að róa leikinn en það var samt eftir þetta rauða spjald missti hann aðeins control á leiknum en annars bara fínt."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.