fim 12.maí 2022
Ísland í dag - Sex leikir í þremur deildum
Víkingar þurfa á sigri að halda.
Í kvöld klárast fimmta umferðin í Bestu deild karla með tveimur leikjum.

Keflavík og Leiknir - tvö lið sem eru í leit að fyrsta sigrinum - mætast suður með sjó og á sama tíma spila Íslands- og bikarmeistarar Víkings við nýliða Fram. Víkingar þurfa ekkert nema sigur til þess að dragast ekki of langt aftur úr.

Þá hefst önnur umferðin í Lengjudeild karla. Grindavík spilar við Þrótt Vogum og KV mætir HK, sem tapaði óvænt fyrsta leik sínum gegn Selfossi á heimavelli.

Þá fer 4. deildin, þar sem ástríðan er í fyrirrúmi, af stað með tveimur leikjum. Alla leiki dagsins, leikstaði og leiktíma má skoða hér fyrir neðan.

fimmtudagur 12. maí

Besta-deild karla
19:15 Keflavík-Leiknir R. (HS Orku völlurinn)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)

Lengjudeild karla
19:15 Grindavík-Þróttur V. (Grindavíkurvöllur)
19:15 KV-HK (KR-völlur)

4. deild karla - E-riðill
19:00 Boltaf. Norðfj.-Einherji (Norðfjarðarvöllur)
21:00 Hamrarnir-Samherjar (Boginn)