fim 12.maí 2022
[email protected]
England í dag - Ekki bara montrétturinn í húfi
 |
Spurs þarf sigur. |
Það er sannkallaður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni á þessum ágæta fimmtudegi.
Í kvöld mætast nágrannafélögin og erkifjendurnir Totteham og Arsenal, og er gífurlega mikið í húfi. Það verður eflaust hart barist og mikið gefið í verkefnið, jafnvel meira en vanalega þegar þessi tvö lið eigast við. Í húfi er ekki bara stoltið og montrétturinn, heldur einnig fjórða sætið - sem gefur þáttökurétt í Meistaradeildinni.
Fyrir leikinn er Arsenal með fjórum stigum meira en Tottenham og þrír leikir eftir. Því þarf Spurs á sigri að halda. Arsenal myndi eflaust taka einu stigi fagnandi, þó þrjú væru auðvitað betri.
fimmtudagur 12. maí ENGLAND: Premier League 18:45 Tottenham - Arsenal (Síminn Sport)
|