fim 12.maí 2022
Stelpurnar í U16 hefja leik gegn gestgjöfunum
U16 landslið kvenna mætir Portúgal.
Í gær hóf U16 landslið karla keppni á UEFA Development Tournament er þeir mættu Svíþjóð. Í dag hefja stelpurnar okkar leik á sínu móti.

U16 landslið kvenna mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á mótinu. Portúgalar eru á heimavelli á mótinu.

Leikurinn fer fram á Estadio Sao Sebastiao og hefst hann klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Ísland mætir einnig Spáni og Austurríki á mótinu; Spáni laugardaginn 14. maí og Austurríki þriðjudaginn 17. maí.

Allir leikirnir þrír verða sýndir í beinni útsendingu á miðlum KSÍ.

Magnús Örn Helgason er þjálfari íslenska liðsins.

Hópur Íslands:
Harpa Helgadóttir - Augnablik
Herdís Halla Guðbjartsdótttir - Augnablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Augnablik
Hrefna Jónsdóttir - Álftanes
Júlía Margrét Ingadóttir - Álftanes
Berglind Freyja Hlynsdóttir - FH
Bryndís Halla Gunnarsdóttir - FH
Lilja Björk Unnarsdóttir - ÍA
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Haukar
Sóley María Davíðsdóttir - HK
Björg Gunnlaugsdóttir - Höttur
Glódís María Gunnarsdóttir - KH
Kolbrá Una Kristinsdóttir - KH
Ísabella Sara Tryggvadóttir - KR
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur R.
Sigdís Eva Bárðardóttir - Víkingur R.
Sigurborg Katla Sveinbjörnsdóttir - Víkingur R.
Sonja Björg Sigurðardóttir - Völsungur
Angela Mary Helgadóttir - Þór/KA
Krista Dís Kristinsdóttir - Þór/KA