fim 12.maí 2022
Tveir úr Aftureldingu í 3. deild (Staðfest)
Oskar Wasilewski.
Tveir leikmenn fóru úr karlaliði Afturelding í félög í 3. deild á lokadegi félagaskiptagluggans í gær.

Varnarmaðurinn Oskar Wasilewski er genginn í raðir Kára á Akranesi.

Oskar er Skagamaður og kom upp í gegnum yngri flokka starf ÍA. Hann spilaði þá með Kára bæði 2018 og 2019 en þá var félagið í 2. deild.

Síðasta sumar lék Oskar 19 leiki með Aftureldingu í Lengjudeildinni og því ljóst að um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir Kára.

Þá hefur markvörðurinn Jóhann Þór Lapas aftur fengið félagaskipti yfir í Elliða þar sem hann spilaði tíu leiki síðasta sumar. Hann spilaði einnig tvo leiki með Aftureldingu í Lengjudeildinni á síðasta ári. Jóhann fer frá Aftureldingu á láni.

Afturelding er í Lengjudeildinni og gerði liðið jafntefli gegn Grindavík í fyrsta leik á tímabilinu.