mið 11.maí 2022
John Andrews: Leikur tveggja hálfleika
John Andrews, þjálfari Víkings
„Skrýtinn leikur, við vorum betri í seinni hálfleik og FH miklu betri í fyrri hálfleik. Mig langar ekki að segja það en þetta var leikur tveggja hálfleika," sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir 3-2 tap Víkinga á móti FH.

„Okkar gameplan var að spila út og við vorum góðar í því. FH voru frábærar í því líka."

Víkingum er spáð upp um deild.

„Það eru bara tveir leikir búnir, jesús minn. Við erum að einbeita okkur að leiknum gegn Grindavík sem er næst."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.