fim 12.maí 2022
U16 kvenna: Naumt tap fyrir gestgjöfunum
U16 ára landslið kvenna sem spilar í Portúgal
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri tapaði fyrir Portúgal, 2-1, í fyrsta leik liðanna í UEFA Development-mótinu sem haldið er í Portúgal.

Leikurinn fór fram á Estadio Sao Sebastiao í Mirandela. Hann var afar jafn en það voru gestgjafarnir sem tóku forystuna áður en Lilja Björk Unnarsdóttir jafnaði fyrir Ísland á 38. mínútu.

Portúgal náði inn öðru marki áður en flautað var til leiksloka og lokatölur því 2-1.

Ísland mætir næst Spánverjum á laugardag og síðan Austurríki á þriðjudag.