fim 12.maí 2022
Aston Villa kaupir Coutinho frá Barcelona (Stađfest)
Philippe Coutinho mun spila međ Villa til 2026
Aston VIlla hefur gengiđ frá kaupum á brasilíska sóknartengiliđnum Philippe Coutinho frá Barcelona fyrir 17,2 milljónir punda en enska félagiđ stađfesti kaupin á heimasíđu sinni í dag.

Villa fékk Coutinho á láni frá Börsungum í janúarglugganum en hann hefur komiđ međ mikinn ferskleika inn í liđiđ undir stjórn Steven Gerrard.

Enska félagiđ var međ kaupréttinn á honum og gat Villa fengiđ hann fyrir litlar 17,2 milljónir punda en Barcelona keypti hann upprunalega frá Liverpool fyrir fjórum árum fyrir 114 milljónir punda.

Coutinho gerir fjögurra ára samning viđ Villa til 2026 en Gerrard er hćstánćgđur međ ađ gera ţessi skipti varanleg.

„Ţetta eru geggjuđ kaup hjá Aston Villa. Phil er fyrirmyndar atvinnumađur og áhrif hans eru afar augljós frá ţví hann kom til liđsins í janúar."

„Hann ber sig afar vel bćđi innan sem utan vallar og er mikilvćg fyrirmynd fyrir yngri leikmennina sem geta notiđ góđs af reynslu hans,"
sagđi Gerrard.