fös 13.maí 2022
[email protected]
„Það var ekki auðveld ákvörðun fyrir hann að lána mig"
 |
Adam Ægir í baráttunni í leiknum gegn Leikni í gær |
Adam Ægir Pálsson skoraði fyrsta mark sitt í Bestu-deildinni í gær er hann gerði fyrsta markið í 3-0 sigri á Leikni í gær en þetta var jafnframt fyrsti sigur liðsins.
Keflavík tapaði fyrstu fjórum leikjum tímabilsins áður en það gerði jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum. Fyrsti sigurinn kom svo í gær gegn Leiknismönnum.
Adam spilaði tvö tímabil með Keflvíkingum í næst efstu deild áður en Víkingur fékk hann fyrir síðasta tímabil. Hann spilaði þá 17 leiki og gerði eitt mark í deild- og bikar er liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari.
Hann var lánaður aftur í Keflavík fyrir þetta tímabil og segir Adam að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun fyrir Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings.
„Já klárlega, það er geðveikt að ná 90 mínútur í hverjum einasta leik og gott að byggja ofan á það. Ég er kominn með tvö assist og mark núna þetta er geggjað og gott að halda mér í formi. Vonandi geta Víkingar notað mig í framtíðinni og mér finnst ég eiga heima í bestu liðum á Íslandi."
„Það er var ekki auðveld ákvörðun fyrir hann að lána mig þannig ég er þakklátur fyrir það og vonandi get ég borgað honum seinna meir," sagði Adam Ægir við Fótbolta.net.
|