fös 13.maí 2022
Sex mánađa bann Kristjáns fellt úr gildi
Guđjón Ţórđarson ţjálfari Ólafvíkurliđsins og liđsstjórinn Kristján Björn Ríkharđsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliđi Breiđfjörđ

Víkingur Ólafsvík áfrýjađi sex mánađa banni sem liđsstjóri félagsins, Kristján Björn Ríkharđsson, var dćmdur í af aga- og úrskurđarnefnd KSÍ. Áfrýjunin gekk upp hjá félaginu ţví banniđ hefur veriđ afturkallađ.

Víkingur Ó. lék ólöglegum leikmanni á fölskum forsendum í leik gegn ÍR í Lengjubikarnum. Liđiđ vann 2-1 sigur í umrćddum leik en var dćmt 3-0 tap og félagiđ fékk sekt.

„Ţađ sem viđ eigum hinsvegar ákaflega erfitt međ ađ sćtta okkur viđ er ađ Kristján Ríkharđsson taki skellinn af brotinu. Fyrir ţađ fyrsta er Kristján hvorki stjórnarmađur né starfsmađur hjá félaginu og getur ţví seint talist ábyrgur fyrir ákvörđunum sem teknar eru á međal stjórnenda félagsins. Ţá var hann ekki međvitađur um ađ skýrslan vćri ekki sett fram á réttan hátt," sagđi í yfirlýsingu félagsins eftir dóminn.

Kristján er 67 ára og rćddi viđ Vísi eftir ađ hafa veriđ dćmdur í banniđ.

„Ég er alltaf í kringum liđiđ, bćđi á útivöllum og á heimavelli. Minna ţó á útivöllum ţar sem ađ ég er orđinn sjúklingur og fer takmarkađ í ferđalögin. Ég var bara ađ grćja inni í klefa ţegar komiđ var međ leikskýrsluna til mín og ég beđinn um ađ skrifa undir. Ţađ hef ég oft gert og ég er ekkert ađ lesa ţessa andskotans skýrslu. Ég nenni ţví ekkert enda ţekki ég flesta ţessa stráka," sagđi Kristján viđ Vísi.

Áfrýjunardómstóll KSÍ felldi leikbann Kristjáns úr gildi. „Verđur ekki ráđiđ af gögnum málsins ađ Kristján hafi veriđ í hlutverki ţjálfara hjá hlutađeigandi félagi né í forystuhlutverki, ţrátt fyrir ađ hafa undirritađ leikskýrslu sem forráđamađur hjá liđi Víkings Ólafsvíkur," segir í niđurstöđu áfrýjunardómstólsins.