fös 13.maí 2022
[email protected]
Sjáðu frábært mark Lilju Bjarkar gegn Portúgal
 |
Skrifaði í vetur undir sinn fyrsta samning við ÍA |
Íslenska U16 ára landslið kvenna mætti Portúgal í gær og urðu lokatölur 2-1 fyrir heimakonum í Portúgal.
Mark Íslands var hins vegar af dýrari gerðinni en það skoraði Lilja Björk Unnarsdóttir með frábæru skoti fyrir utan teig.
Lilja er fædd árið 2006 og kom við sögu í einum leik með ÍA í Lengjudeild kvenna í fyrra.
Markið gegn Portúgal skoraði hún á 38. mínútu í leiknum. Hún fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Portúgal, tók eina snertingu og lét vaða fyrir utan D-bogann á vítateig Portúgals. Hún smellhitti boltann með vinstri fæti og boltinn rataði í netinu eins og sjá má í spilaranum hér að neðan.
Næsti leikur íslenska liðsins á UEFA Devolpment mótinu er gegn Spáni á morgun og hefst leikurinn klukkan 10:00.
|