fös 13.maí 2022
Pétur: Það er nóg að skora úr hornum
Pétur Pétursson

Pétur Pétursson þjálfari Vals í Bestu deild kvenna kom í viðtali eftir 2-0 sigur Vals á Stjörnunni í kvöld. Hann hafði þetta að segja um leikinn. 

"Þetta var svosem ekkert skemmtilegasti fótboltaleikurinn en eina sem skiptir máli er að taka þrjú stig hérna.". 



Leikurinn var tíðindalítill og liðin sköpuðu sér fá færi. Pétur sagði þó liðið hafa skapað sér færi sem það hefði getað nýtt betur. 

"Við sköpuðum okkur reyndar aðeins í fyrri hálfleik sem við gátum nýtt betur en það er nóg að skora úr hornum líka.". 

"Þetta er bara eins og ég segi það er erfitt að koma hérna á Stjörnuvöll og spila á móti Kristjáni en mér fannst við bara gera það ágætlega til að ná í þrjú stig. 

Næsti leikur Vals er á móti KR.

"Það leggst vel í mig, þetta eru allt erfiðir leikir það er alveg sama hvaða leikur það er.".