lau 14.maí 2022
[email protected]
Ítalía í dag - Venezia getur fallið
Salernitana þarf á sigri að halda í dag gegn Empoli í Serie A á Ítalíu en fallbaráttan þar í landi er spennandi fyrir tvær síðustu umferðirnar.
Salernitana er með 30 stig í 17. sæti fyrir leikinn en Cagliari er sæti neðar með 29 stig og Genoa fylgir þar á eftir með 28. Empoli er í 14. sætinu og er búið að tryggja sér áframhaldandi veru í efstu deild.
Síðasti leikur dagsins er einnig spennandi en Roma spilar þá við Venezia og þarf sigur í baráttu um Evrópusæti.
Íslendingalið Venezia fellur með tapi í þessum leik en liðið er á botninum með 25 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.
Verona og Torino mætast þá klukkan 16:00 og á sama tíma eigast við Udinese og Spezia. Spezia getur enn fallið og hefur tapað fjórum leikjum í röð.
Ítalía: Sería A 13:00 Empoli - Salernitana 16:00 Verona - Torino 16:00 Udinese - Spezia 18:45 Roma - Venezia
|