lau 14.maí 2022
Stórt tap niðurstaðan gegn Spánverjum
Ísabella Sara Tryggvadóttir.
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 16 ára og yngri þurfti að sætta sig við stórt tap í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament.

Spánverjar reyndust of stór biti fyrir íslensku stelpurnar og voru lokatölur 1-5.

Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður KR, skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.

Stelpurnar töpuðu naumlega gegn gestgjöfunum í Portúgal í fyrsta leik og eru því búnar að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu.

Ísland mætir Austurríki á þriðjudag í síðasta leik liðsins á mótinu.

Byrjunarlið Íslands:
Herdís Halla Guðbjartsdótttir - Augnablik
Glódís María Gunnarsdóttir - KH
Sonja Björg Sigurðardóttir - Völsungur
Bryndís Halla Gunnarsdóttir - FH
Sóley María Davíðsdóttir - HK
Bergdís Sveinsdóttir - Víkingur R.
Kolbrá Una Kristinsdóttir - KH
Sigdís Eva Bárðardóttir - Víkingur R.
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir - Augnablik
Ísabella Sara Tryggvadóttir - KR
Björg Gunnlaugsdóttir - Höttur