mán 16.maí 2022
[email protected]
Ítalía í dag - Lazio getur tryggt Evrópudeildarsæti gegn Juve
 |
Maurizio Sarri er að koma sínum mönnum í Evrópudeildina. |
Það eru tveir leikir á dagskrá í ítalska boltanum í dag og kvöld þar sem enn er barist á öllum vígstöðvum.
Fiorentina heimsækir Sampdoria í fyrri leiknum í dag og getur tekið Evrópudeildarsætið af AS Roma með sigri. Rómverjar myndu þá detta aftur niður í Sambandsdeildina þar sem þeir eru komnir alla leið í úrslitaleik gegn Feyenoord í ár. Sampdoria er ekki að berjast um neitt en í kvöld er stórleikur þegar Juventus tekur á móti Lazio. Sá leikur hefur þýðingu á stöðutöflunni þar sem Lazio getur tryggt sér Evrópudeildarsæti með sigri en Juve siglir lygnan sjó í fjórða sæti. Leikir dagsins: 16:30 Sampdoria - Fiorentina 18:45 Juventus - Lazio
|