mán 16.maí 2022
[email protected]
Markvörður Vestra á sjúkrahúsi - Hjarta hans fór að stækka eftir lungnabólgu
 |
Brenton Muhammad hefur verið hjá Vestra síðan 2018. |
Brenton Muhammad markvörður Vestra hefur ekki spilað fyrstu tvo leiki Vestra en 433.is greinir frá því að hann hafi verið á sjúkrahúsi síðustu tvær vikur eftir að hjarta hans fór að stækka í kjölfar lungnabólgu.
„Hann var sendur suður til Reykjavíkur á sjúkrahús og er þar ennþá. Hann er allur að koma til en það er verið að fylgja honum eftir. Hann er ekkert að spila fótbolta á næstunni," segir Samúel Samúelsson hjá Vestra við 433.is
„Hann var slappur fyrir æfingaleik á móti ÍA sem var viku fyrir mót. Á þriðjudegi var hann enn slappur og lét þá skoða sig, þetta var þá niðurstaðan." Marvin Darri Steinarsson hefur varið mark Vestra í upphafi móts en liðið er með þrjú stig eftir tvo leiki. Liðið tapaði gegn Gróttu en vann Aftureldingu.
|