mán 16.maí 2022
Byrjunarlið KR og Keflavíkur: Kjartan, Elmar og Pálmi byrja eftir bekkjarsetu
Kjartan kominn aftur inn í liðið

Í kvöld fer fram viðureign KR og Keflavíkur í Bestu deild karla. Stór leikur fyrir bæði lið sem hafa byrjaði tímabillið illa.

Smelltu hér til að fara í þráðbeina textalýsingu frá leiknumKR hefur farið brösulega af stað á tímabilinu og eru þeir með 7 stig eftir 5 leiki. Liðið vann 2-1 sigur á ÍBV í síðasta leik á útivelli. Markaskorun hefur verið áhyggjuefni fyrir liðið en þeir hafa skorað 7 mörk en 4 þeirra kom í fyrsta leiknum gegn Fram. Þá hefur KR aðeins skorað 1 mark í síðari hálfleik og hafa sérfræðingar dregið líkamlegt form leikmanna í efa. Bjartasta hlið KR-inga hefur verið hægra megin þar sem Atli Sigurjóns og Kennie Chopart hafa byrjað tímabilið mjög vel og virðast hafa frábæra tengingu sín á milli.

KR gerir heilar 4 breytingar á sínu liði en það eru þeir leikreyndu Theodór Elmar Bjarnason, Pálmi Rafn Pálmason, Kjartan Henry Finnbogason og Stefán Árni Geirsson sem koma inn í liðið. En Þorsteinn Már Ragnarsson, Ægir Jarl Jónasson, Stefán Alexander Ljubicic og Aron Kristófer Lárusson setjast allir á bekkinn.

Keflavík náði í sinn fyrsta sigur 3-0 gegn Leikni í síðasta leik og hafa þeir byrjað að líta betur út í síðustu leikjum. Fyrstu 4 leikirnir voru allir tapleikir en þá spiluðu þeir við 4 af 5 efstu liðum deildarinnar eins og staðan er í dag. Í síðustu 2 leikjum hafa þeir skorað 6 mörk og náð í 4 stig. Patrik Johannesen hefur byrjað tímabilið vel en hann er kominn með 3 mörk.

Keflavík gerir 2 breytingar á sínu liði en það eru Adam Árni Róbertsson og Magnús Þór Magnússon sem koma inn í liðið en Magnús er að koma til baka eftir að hafa verið í leikbanni. Sindri Þór Guðmundsson sest á bekkinn en Joey Gibbs er ekki í hóp.

Byrjunarlið KR:

1. Beitir Ólafsson (m)

2. Stefán Árni Geirsson

4. Hallur Hansson

6. Grétar Snær Gunnarsson

7. Finnur Tómas Pálmason

9. Kjartan Henry Finnbogason

10. Pálmi Rafn Pálmason (f)

11. Kennie Chopart

16. Theodór Elmar Bjarnason

19. Kristinn Jónsson

23. Atli Sigurjónsson

Byrjunarlið Keflavíkur:

1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)

4. Nacho Heras

5. Magnús Þór Magnússon (f)

7. Rúnar Þór Sigurgeirsson

9. Adam Árni Róbertsson

17. Ivan Kaliuzhnyi

19. Edon Osmani

24. Adam Ægir Pálsson

26. Dani Hatakka

28. Ingimundur Aron Guðnason

77. Patrik Johannesen

Smelltu hér til að fara í þráðbeina textalýsingu frá leiknum