mið 18.maí 2022
[email protected]
Sjáðu vörslur Samba og fagnaðarlætin að leikslokum
Nottingham Forest komst í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri eftir vítaspyrnukeppni gegn Sheffield United í gærkvöldi.
Brice Samba markvörður Nottingham var hetjan þar sem hann varði tvisvar frábærlega í leiknum áður en komið var í vítakeppnina. Þar gerði hann sér lítið fyrir og varði þrjár spyrnur af fjórum frá Sheffield. Stuðningsmenn Nottingham voru snöggir að hlaupa inn á völlinn til að fagna með leikmönnum að leikslokum og má sjá skemmtilegt myndband af því hér fyrir neðan. Hægt er að sjá magnaða vörslu á 115. mínútu með að smella hér. Hægt er að sjá vítakeppnina með að smella hér. Nottingham mætir Huddersfield Town í úrslitaleiknum sunnudaginn 29. maí.
|