mið 18.maí 2022
[email protected]
Evrópudeildin í dag - Langþráður sigur fyrir Frankfurt eða Rangers
 |
Stuðningsmenn Frankfurt tóku yfir Camp Nou í 8-liða úrslitum. |
Eintracht Frankfurt og Rangers eigast við í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Sevilla í kvöld.
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þessa viðureign þar sem tvö sögufræg félög með stóra stuðningsmannahópa mætast í leik þar sem allt er undir. Heimavöllur Sevilla tekur aðeins 42 þúsund manns í sæti en lögreglan í Sevilla býst við um 150 þúsund stuðningsmönnum til borgarinnar - 100 frá Glasgow og 50 frá Frankfurt. Bæði lið hafa einu sinni áður komist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, þegar keppnin hét UEFA Cup. Rangers tapaði 2-0 gegn Zenit frá Pétursborg er liðin mættust í Manchester 2008 og fóru skosku stuðningsmennirnir ekki sérlega vel með miðborgina. Það er lengra síðan Frankfurt var í úrslitaleiknum en Þjóðverjarnir höfðu þá betur gegn samlöndum sínum í Borussia Mönchengladbach, árið 1980. Á þeim tíma voru tveir úrslitaleikir og vann Frankfurt á útivallarmörkum. Leikur kvöldsins: 19:00 Frankfurt - Rangers (Stöð 2 Sport 2)
|