mið 18.maí 2022
[email protected]
Joe Gomez yfirgaf St. Mary's á hækjum
Joe Gomez kemur væntanlega ekki meira við sögu með Liverpool á þessari leiktíð eftir að hann fór meiddur af velli gegn Southampton í gær.
Liverpool hvíldi marga lykilmenn og því fékk Joe Gomez tækifæri í hægri bakverði í fjarveru Trent Alexander-Arnold. Hann þurfti þó að fara meiddur af velli í hálfleik en það sakaði ekki því Liverpool endaði á að vinna leikinn og á enn möguleika á Englandsmeistaratitlinum. Liverpool á eftir að spila tvo leiki á tímabilinu, lokaleikinn í úrvalsdeildinni og úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jürgen Klopp vonast til að meiðslin séu ekki slæm en Gomez yfirgaf St. Mary's á hækjum og í hlífðarstígvéli á vinstri fæti.
|