fim 19.maí 2022
Lengjudeild kvenna: Annar sigur Víkinga
Víkingur R. 3 - 0 Grindavík
1-0 Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('23 )
2-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('43 )
3-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('80 )
Lestu um leikinn

Víkingur vann annan sigur sinn í Lengjudeild kvenna í kvöld er liðið bar sigurorð af Grindavík, 3-0, á Víkingsvellinum.

Svanhildur Ylfa Dabjartsdóttir tók forystuna fyrir Víking á 23. mínútu eftir smá vandræðagang í teig Grindvíkinga.

Hulda Ösp Ágúsdóttir náði inn öðru marki fyrir heimakonur undir lok fyrri hálfleiks með skemmtilegum flugskalla.

Grindavík komu öflugri inn í síðari hálfleikinn og hótuðu marki snemma en Andrea Neves varði meistaralega í markinu. Þetta átti eftir að reynast dýrmætt klúður fyrir gestina því Sigdís Eva Bárðardóttir gulltryggði sigur Víkings tíu mínútum fyrir lok leiks.

Lokatölur 3-0 fyrir Víkingi sem er í 4. sæti með 6 stig eftir fyrstu þrjá leikina en Grindavík í 6. sæti með 3 stig.