fim 19.maí 2022
Lengjubikar kvenna: ÍA vann C-deildina
ÍA er Lengjubikarsmeistari í C-deild 2022
ÍA 3 - 2 Völsungur
1-0 Ylfa Laxdal Unnarsdóttir ('4 )
1-1 Krista Eik Harðardóttir ('32 )
2-1 Unnur Ýr Haraldsdóttir ('36, víti )
2-2 Allyson Abbruzzi Patterson ('68 )
3-2 Thelma Björg Rafnkelsdóttir ('81 )

ÍA er Lengjubikarsmeistari kvenna í C-deild eftir 3-2 sigur á Völsungi í úrslitaleik mótsins en hann fór fram á Sauðárkróksvelli.

Skagaliðið vann alla leiki sína í Lengjubikarnum þetta árið en það var með markatöluna 29:1 eftir riðlakeppnina og vann síðan Sindra 5-3 í undanúrslitum. Völsungur endaði í öðru sæti í sama riðli og vann síðan Gróttu, 3-2, í undanúrslitum.

Leikurinn var spennandi eins og var gert ráð fyrir. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir kom Skagakonum yfir á 4. mínútu áður en Krista Eik Harðardóttir jafnaði fyrir Völsung á 32. mínútu.

FJórum mínútum síðar kom Unnur Ýr Haraldsdóttir ÍA yfir með marki úr vítaspyrnu og þar við sat í hálfleik.

Völsungur náði inn jöfnunarmarki á 68. mínútu í gegnum Allyson Abbruzzi Patterson.

Þegar aðeins níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerði Thelma Björg Rafnkelsdóttir sigurmarkið fyrir ÍA og tryggði liðinu sigur í Lengjubikarnum.

Þett er fyrsti titill liðsins í keppninni síðan 2013 er liðið vann Hauka 4-1 í úrslitum.