sun 22.maí 2022
Sölvi Geir í hóp hjá Víkingi í kvöld

Valur fær Íslands og bikarmeistara Víkings í heimsókn á Origo Völlinn í kvöld kl 19:15.



Víkingur hefur ekki farið nógu vel af stað en liðið er með 10 stig eftir sjö umferðir og fengið á sig 14 mörk. Aðeins Fram, Keflavík og ÍA hafa fengið fleiri mörk á sig.

Félagið tilkynnti hópinn fyrir leikinn á Twitter og það vekur athygli að Sölvi Geir Ottesen er skráður í hópinn. Sölvi er aðstoðarþjálfari liðsins en hann lék miðvörð ásamt Kára Árnasyni með liðinu í fyrra.

Oliver Ekroth og Halldór Smári Sigurðsson eru hvorugir í hópnum í dag og Kristall Máni Ingason er í banni.