fim 26.maí 2022
Arnar spenntur ađ mćta gömlu félögunum - „Alltaf rómantík í bikarnum"

32 liđa úrslitum Mjólkubikarsins lýkur í dag međ fjórum leikjum. Klukkan 19:15 mćtast Haukar og Víkingur á Ásvöllum í Hafnarfirđi.Arnar Gunnlaugsson ţjálfari Víkinga lék međ Haukum sumariđ 2010 en hann er spenntur ađ mćta sínum gömlu félögum.

„Ég á vini ţar eftir minn góđa tíma ţar. Ţetta er bikarleikur, ţađ er alltaf rómantík í bikarnum. Ţetta verđur örugglega stćrsti leikur sem nokkrir leikmenn ţeirra munu spila. Ţeir munu selja sig dýrt," sagđi Arnar í viđtali viđ Fótbolta.net.

Haukar eru međ sjö stig eftir ţrjár umferđir í 2. deild á međan Íslandsmeistarar Víkings eru ađeins međ 13 stig eftir átta umferđir í Bestu deildinni.

Mjólkurbikar karla
14:00 Fram-Leiknir R. (Framvöllur)
16:00 KA-Reynir S. (KA-völlur)
19:15 Haukar-Víkingur R. (Ásvellir)
19:45 Breiđablik-Valur (Kópavogsvöllur)