mið 25.maí 2022
[email protected]
Óli Jó: Ég vill fá Einherja
Óli Jó var sáttur eftir sannfærandi 3-0 sigur sinna manna gegn Kára fyrr í kvöld í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. FH-ingar voru talsvert sterkari allan leikinn en tókst þó ekki að skora í fyrri hálfleik, í þeim seinni kláruðu þeir þó leikinn og skoruðu þrjú góð mörk.
„Svona er bikarinn bara, þa getur allt gerst í bikarnum en sem betur fer kláruðum við þetta bara, vorum þolinmóðir en við þurftum að leggja mikið í leikinn.'' „Eins og þú segir þá vorum við með fín tök á leiknum og leikurinn var aldrei í hættu þannig lagað, en það tekur ekki langan tíma að gera mark svo maður þarf að ná inn allavega tveimur mörkum svo manni líði þokkalega.'' Óskamótherji í 16-liða úrslitunum? „Ég vill fá Einherja!'' Sagði Óli brattur en þegar fréttamaður benti Óla á að það væri ekki mögulegt að svo stöddu svaraði Óli hissa: „Nú okei, þá bara einhverja aðra.'' Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér fyrir ofan en þar talar hann meðal annars um liðsvalið, hvernig menn nýttu tækifærin og meiðsli leikmanna í leiknum.
|