mið 25.maí 2022
Lengjudeild kvenna: Sjálfsmark réði úrslitum í nágrannaslag
HK er á toppnum
HK er komið upp í efsta sæti Lengjudeildar kvenna eftir 1-0 sigur á Augnabliki í nágrannaslag í dag.

Eina mark leiksins kom á 8. mínútu en Júlía Katrín Baldvinsdóttir setti þá boltann í eigið net. María Lena Ásgeirsdóttir átti skot fyrir utan teig sem fór af Júlíu og þaðan í netið.

Sigurinn fleytir HK á toppinn og er liðið með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina.

Fjölnir og FH gerðu markalaust jafntefli í Grafarvogi á meðan Tindastóll lagði Hauka, 1-0. Murielle Tiernan gerði eina mark leiksins tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Úrslit og markaskorarar:

Tindastóll 1 - 0 Haukar
1-0 Murielle Tiernan ('69 )

Fjölnir 0 - 0 FH

HK 1 - 0 Augnablik
1-0 Júlía Katrín Baldvinsdóttir ('8 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn