mið 25.maí 2022
[email protected]
2. deild kvenna: Annar 3-0 sigur hjá Fram
 |
Fram með fullt hús stiga og ekki enn fengið á sig mark |
Fram 3 - 0 ÍA 1-0 Ólína Sif Hilmarsdóttir ('32 )
2-0 Jessica Grace Kass Ray ('69 )
3-0 Jessica Grace Kass Ray ('85 )
Fram vann annan 3-0 sigur í 2. deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn ÍA á Framvellinum.
Ólína Sif Hilmarsdóttir gerði fyrsta markið á 32. mínútu áður en Jessica Grace Kass bætti við tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.
Þetta var annar sigur Framara í deildinni en liðið vann einnig 3-0 sigur gegn KÁ í fyrstu umferðinni.
Draumabyrjun á tímabilinu hjá Fram sem er á toppnum með 6 stig.
|