fim 26.maí 2022
[email protected]
Nýr leikmaður Man City skoraði sex mörk fyrir River í nótt
 |
Julian Alvarez |
Argentínski framherjinn Julian Alvarez skoraði sex mörk í 8-1 sigri River Plate á Allianza Lima í Libertadores-bikarnum í nótt en hann er á láni frá Manchester City.
Alvarez, sem er 22 ára gamall, var keyptur til Man City í janúar en lánaður strax aftur til River út leiktíðina.
Hann var í ham í nótt er River Plate vann Lima 8-1 og skoraði sex mörk. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem leikmaður skorar sex mörk í einum og sama leiknum.
Alvarez er því kominn með 15 mörk í öllum keppnum fyrir River á þessu ári í aðeins 18 leikjum en það verður fróðlegt að sjá hann með Erling Braut Haaland í framlínunni á næstu leiktíð.
Öll mörk Alvarez má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
|