fim 26.maí 2022
[email protected]
Róbert Orri byrjaði í bikarsigri - Dynamo og Revolution úr leik
 |
Róbert Orri í leik með Breiðabliki |
CF Montreal er komið í undan úrslit Kanadíska bikarsins eftir sigur á Forge í nótt.
Róbert Orri Þorkelsson var í byrjunarliði Montreal sem sigraði með þremur mörkum gegn engu. Liðið hefur titil að verja en Montreal vann Toronto FC í úrslitum í fyrra en liðin mætast að þessu sinni í undan úrslitum. Í Bandaríska bikarnum eru Íslendingaliðin Huston Dynamo og New England Revolution bæði fallin úr leik í 16 liða úrslitunum. New England tapaði 1-0 gegn New York City eftir framlengdan leik. Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi liðsins. Þorleifur Úlfarsson var ekki með Houston Dynamo sem tapaði 2-1 gegn Sporting Kansas City.
|