fim 26.maí 2022
[email protected]
Sjáðu bikarmörkin: Njarðvík rúllaði yfir Keflavík og ÍBV úr leik
 |
Njarðvík lagði nágranna sína. |
Það voru heldur betur óvænt úrslit í Mjólkurbikar karla í gær þegar Njarðvíkingar fóru illa með nágranna sína í Keflavík, 1-4.
Njarðvík er í 2. deild og Keflavík er á meðal félaga í Bestu deildinni.
RÚV hefur birt mörkin úr þeim leik og síðustu fjórum leikjunum sem kláruðust í keppninni á Twitter síðu sinni. Hægt er að sjá öll mörkin hér fyrir neðan.
FH gerði þrjú mörk í seinni hálfleik gegn Kára, ÍBV úr Bestu deildinni tapaði gegn Fylki sem er í Lengjudeildinni, KR lagði Stjörnuna og núna síðast vann Fram sigur á Leikni í framlengdum leik. Núna er að klárast leikur KA og Reynis fyrir norðan og í kvöld eru svo tveir leikir.
Leikir kvöldsins: 19:15 Haukar-Víkingur R. (Ásvellir) 19:45 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur) Sjá einnig: Sjáðu bikarmörkin: Óvænt úrslit á Dalvík og ÍA lenti í kröppum dansi
|