fös 27.maí 2022
[email protected]
4. deild: Einherji rústaði toppslagnum
Spyrnir 0 - 4 Einherji 0-1 Helgi Már Jónsson ('7) 0-2 Ruben Menendez Riesco ('10) 0-3 Ruben Menendez Riesco ('45) 0-4 Jose Cascales Sanchez ('93)
Spyrnir tók á móti Einherja í eina leik kvöldsins í 4. deildinni. Leikið var á Egilsstöðum og tóku gestirnir frá Vopnafirði forystuna snemma leiks. Helgi Már Jónsson skoraði á sjöundu mínútu og tvöfaldaði Ruben Menendez Riesco forystuna skömmu síðar. Ruben gerði þriðja mark Einherja skömmu fyrir leikhlé og áttu heimamenn aldrei möguleika. Jose Cascales Sanchez skoraði síðasta markið í uppbótartíma og lokatölur 0-4 sigur. Liðin leika í E-riðli og er Einherji með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Spyrnir er í öðru sæti með sex stig.
|